Vefmyndavél

Sorgardagur, Heiddi er farinn

Það skyggði á velgengni helgarinnar og frábært mót KKA í gær þegar ég fékk hringingu um miðjan dag með þeim sorgarfréttum að Heiðar "Heiddi #10" Jóhannsson hafi látist í bifhjólaslysi í gær. Heiddi var okkar mesti vélhjólamaður, jafnvígur á götuhjól og torfæruhjól og keppti í mörg ár í Enduro. Það voru ófáir sem þáðu kaffi hjá Heidda í rútunni enda Heiddi alltaf hress og í góðu skapi. Ég kynntist Heidda fyrst í kringum 1984 þegar við stofnuðum Sniglana og voru ófáar gleðistundirnar og ógleymanlegt öllum sem hann þekktu og uppátæki hans. Ég vill votta aðstandendum samúð mína og segji eins og frændi sagði við mig um árið, Heiddi, Guð gefi þér fulla ferð og engar bremsur þegar þú heldur nú á vit nýrra ævintýra.
Kveðja Kalli #5

Leave a Reply