Nítró Brekkuklifur og Pit-Bike keppni í Jósefsdal

Klifur keppnin verður þannig að skipt verður í 2 flokka, 250 tvígengis og 450 fjórgengis, og svo 125 tvígengis og 250 fjórgengis. Hjólin verða að vera á rauðum eða hvítum númerum. Keppnin verður haldin inni í Jósefsdal sunnudaginn 30 Júlí .
Reglurnar eru einfaldar:
Engar stell eða gafflabreytingar.
Dekkin verða að vera keppnis hæf, þ.e.a.s. enginn skófludekk eða ofur breið dekk.
3 dómarar verða í brekkunum og dæma um hver fer lengst. Vegleg verðlaun eru í boði eins og dekkjagangur,

gleraugu, hjálmur og fl.

Pit Bike keppnin verður á túninu í dalnum rétt hjá klifrinu og verður þar einnig skipt í 2 flokka : 12-15 ára og svo 16 ára og eldri. Þar verða öll Pit-Bike hjól leyfð, 50cc-125cc fjórgengis hjól en engin lítil krosshjól s.s. Kx 65 eða önnur slík hjól. Dómarar verða á svæðinu og meta hvort um sé að ræða pitbike eða ekki. Hjólin verða að vera á rauðum númerum.
Brekkuklifur keppnin hefst kl:12:00 og mæting er kl:10:30
Pittbike keppnin hefst um 14:00 og mæting er ca.kl:13:30

Keppnisgjald fyrir brekkurklifur er 4.000.-
Keppnisgjald fyrir Pit bike keppnina er kr. 2.000,-

Ath að óskráð hjól verða ekki leyfð undir neinum kringumstæðum.

Keppnin er í boði Nítró og öll innkoma rennur óskert til VÍK.

Keppnisgjöld greiðist inná:
528-26-4600
171064-6949
Skráning á tedda@nitro.is

Áríðandi að setja nafn og kennitölu keppanda. Keppnisnúmer verða afhent á staðnum.

Skildu eftir svar