Enn heggur umferðin skarð í frændgarð vorn!

MBL greindi rétt í þessu frá sorglegu bifhjólaslysi: "Banaslys varð nú síðdegis á Suðurlandsvegi við Eystri-Rangá þar sem hún rennur fram hjá Djúpadal. Karlmaður á þrítugsaldri var þar á austurleið á mótorhjóli og virðist hafa misst stjórn á hjólinu vestan megin við brúna yfir ána og lent á rörstokki. Hjólið kastaðist út í ána og maðurinn lenti við bakkann. Talið er að hann hafi látist samstundis. Ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða."  Í ár hefur umferðin tekið allt of stóran toll af okkar félögum og vinum sem aka bifhjólum. Um leið og við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og aðstandenda hins látna hvetjum við alla bifhjólamenn og aðra í umferðinni sem mæta bifhjólafólki að sýna, sem fyrr, ýtrustu varkárni. BB

Skildu eftir svar