Foreldrar

Sú hugmynd hefur komið upp að hittast með krakkana okkar miðvikudaginn 21. júní nk klukkan 19:30, leika okkur smá og lofa litlu greyjunum að hitta jafningja sína. Þessi hópur miðast einungis við allra minnstu hjólin, 50cc hópinn. 65cc og stærri hjól eru á allt öðrum hraða heldur en minnstu strumparnir svo hámarkið er við þessi 50cc hjól(PW50 og svipað). Hugmyndin er að hittast annaðhvort á Álfsnesi eða Bolöldu eftir hvernig viðrar. Kannski fáum við VIK til að styrkja okkur um verðlaunapening eða skjöl fyrir krakkana þó það sé jú

 aukaatriði. Málið er að hafa gaman og styrkja sportið inná löglegum svæðum. Til að fá hugmynd um hversu margir hafa áhuga að mæta með púkana sína þá væri gott að fá email á motoxleo@hotmail.com bara senda nafn og hjólategund.
50cc kveðjur

Skildu eftir svar