Vinnudagur í Bolöldu í dag

Í dag verður unnið áfram í brautinni. Í gær var byrjað að girða brautina af auk þess sem búið er að ýta miklu sandefni í nokkra staði sem hafa verið grýttir og . Nú er líka búið að girða af og sá grasfræi í tvö svæði, annað er neðan við pittinn og hitt neðan við veginn og þar má alls ekki hjóla. Unnið verður áfram í brautinni í dag og einnig verða lagðir nýir enduroslóðar víða um svæðið. Talsverð vinna er eftir enn og því þurfa sem flestir að mæta og hjálpa til svo hægt verði að opna í vikunni. Þeir sem koma á milli 12 og 14 og skrá sig í vinnu fá að keyra brautina frá kl. 16.

Skildu eftir svar