Úrslitin frá Hellu

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Enduro fór fram í gær á Hellu í frábæru veðri. Mikil stemning var á staðnum og brautin frábær. Í stuttu máli sagt þá sigraði Einar Sigurðar á KTM, annar varð Íslandsmeistarinn Kári Jónsson á TM og þriðji Aron Ómarsson á KTM, en hann sigraði Baldursdeildina í fyrra. 
Í Baldursdeildinni sigraði Baldvin Þór, annar varð Jón Kristinn og þriðji Árni Gunnar. Nánari umfjöllun kemur síðar, en úrslitin eru komin inn undir Dagatal og úrslit. Hér eru nokkrar myndir:


Valdi hékk lengi vel í Kára framan af fyrri umferð, ……..flott brautarstæði þarna


Þegar líða tók á fyrri umferð var baráttan milli Kára og Einars


Skemmtileg barátta


Alltaf gaman að horfa á Aron hjóla, en hann náði 3ja sæti


Gulli sýndi öruggan akstur og varð fjórði í báðum umferðum og overall.

Skildu eftir svar