Þakkir frá Púkanum

Hjólasýning Púkans í Vetrargarði Smáralindar 1.maí heppnaðist í alla staði vel. Yfir 3000 gestir mættu á svæðið og þátttakendur í hópakstri Sniglanna settu skemmtilegan svip á sýninguna er þeir enduðu rúntinn og mættu í kaffi.  Siv Friðleifsdóttir mætti á svæðið til að kynna sér hjólin og hefur sett skemmtilegar myndir frá sýningunni inn á síðuna sína – www.siv.is.  Púkinn þakkar gestum kærlega fyrir frábæran dag. BB

Skildu eftir svar