Bolalda

Varðandi Bolöldusvæðið þá er þar mikið rik og laust að keyra þar. Besta æfingasvæðið fyrir Klaustur er litli hringurinn í endurosvæðinu (meðfram veginum, yfir mýrina og aftur að gámnum) þessi hringur er ekki ósvipaður og sandsvæðið á brautinni á Klaustri það er bara að fara nógu marga hringi.
Byrjandabrautin er eingöngu ætluð fyrir byrjendur með litla reynslu. Það er reyndum ökumönnum til skammar (eins og í gær) að vera að keyra þar sem byrjendum er ætlað að keyra. Í þessari byrjandabraut er ekki ætlast til neins kappaksturs eins og sjá mátti í gær þegar menn voru að keyra og keppa sín á milli og hrekja


 byrjendur úr brautinni vegna hraðaksturs þessi braut er ekki kappakstursbraut hún er æfingabraut fyrir byrjendur.
Stóra crossbrautin verður lokuð í vikunni vegna þess að brautin hefur verið leigð út fyrir kynningaraksturs á nýrri tegund af BMW jeppum af Bifreiðum og Landbúnaðarvörum. Lokunin er eftirfarandi: Miðvikudaginn 24 mai. Frá 14,00 til 19,00. 25. mai til 31. mai. frá 9,30 til 10,30 , 14,30 til 15,30 og frá 20,30 til 21,30 á kvöldin. Ég vil biðja menn að virða þessar lokanir og vera á endurosvæðinu á meðan og þar sem mikið rik er á Bolöldusvæðinu að vera ekki að trufla leigutakann á meðan hann notar brautina. Þetta er ágætis tekjulind fyrir klúbbinn og því er þetta gert. Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar