Motocross fyrirlestur á Selfossi

SUPERSPORT heimsótti hressa og fjöruga unglinga í félagsmiðstöð Árborgar á Selfossi s.l. þriðjudag og kynnti fyrir þeim Motocross, sagði frá helstu atriðum varðandi hjólin, æfingar og keppnir, og hvaða lögum og reglum þarf að fylgja. Margir í hópnum eiga hjól og voru greinilega með allt á tæru – vissu allt um málið!  Nokkrir heppnir unglingar voru leystir út með góðum gjöfum frá Honda og Púkanum og vonandi sjáum við marga þeirra á æfingum og í keppnum sumarsins.  Myndir frá kvöldinu eru komnar inn á www.supersport.is.  Bjarni Bærings


Skildu eftir svar