Yamaha sýningarmoto í Kópavogi

Um helgina hélt Yamaha sýningar motocross í Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi. Keyrðar voru tvær umferðir og þurftu keppendur að taka á öllu sem þeir áttu því brautin var afar erfið á köflum. Sigurvegari og Yamaha Master 2006 varð Valdi – 270, í öðru sæti varð Einar Púki og í þriðja sæti höfnuðu Hanni og Maggi Massi (Sam) sem leiddust yfir endamarkið.
Yamaha Master mótið verður árlegt mót héðan í frá og veittur er farandbikar ásamt nafnbótinni Yamaha

 Master. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikið drullumall og mikið reyndi á færni keppenda í brautinni.
Yamaha vill koma á framfæri þakklæti til allra sem lögðu hönd á plóginn og þá einkum verktakafyrirtækinu Bygg sem veitti leyfi sitt til að halda mótið í Lundi.

Fleiri myndir verða birtar á Yamaha.is innan skamms.
Starfsfólk Yamaha

Skildu eftir svar