Félagsfundur AÍH 1.mars

Næstkomandi miðvikudag, 1.mars, verður AÍH með félagsfund.  Að þessu sinni mun heiðra okkur margfaldur Íslandsmeistari í motocrossi, Ragnar Ingi Stefánsson.  Kynntar verða nýjungar í vörum frá Bílabúð Benna sem snúa að sportinu okkar. Ragnar Ingi hefur verið að keppa síðan 1981 og því mikill reynslubolti, eins og menn og konur vita.  Þetta er því líka gott tækifæri til að hittast og spjalla aðeins saman eftir kynninguna. Fundurinn verður haldinn í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.  Álfafell er stóri salurinn á annarri hæð og gengið er inn um gaflinn sem snýr að Hafnarfjarðarkirkju. Hressing verður í boði styrktaraðila félagsins.  Hvetjum alla, félagsmenn sem og aðra, til að mæta stundvíslega kl. 20 og verður húsið opið til kl. 22.  Stjórn AÍH

Skildu eftir svar