Ryno vinnur fyrstu umferð Worcs

Ryan Huges (Suzuki) vann fyrstu umferð Worcs (World off-road Championship series) í Phoenix, Arizona um síðustu helgi.  Keppnin var haldin á Speedworld brautinni og var ekið í tvo tíma við erfiðar aðstæður og gerði mikið ryk keppendum lífið leitt.  Ryan sýndi talsverða yfirburði en Curt Caselli (KTM) gerði harða atlögu að honum án þess þó að ná að ógna honum nokkurn tíma.  Úrslitin voru:


   1. Ryan Huges Suzuki 30 stig.
   2. Kurt Kaselli KTM 25 stig.
   3. Ricky Dietrich Kawasaki 21 stig.

Skildu eftir svar