Sleðaskóli 2006

Hvað er sleðaskólinn ?
Þetta er hópsamkoma fyrir alla vélsleðaáhugamenn sem hafa áhuga á að læra eitthvað nýtt varðandi akstur á snjósleðum, hvort sem það er 14 unglingur sem hefur aldrei ekið sleða eða vanur sleðamaður sem hefur ferðast í mörg ár.
Hvað er kennt ?

Kennt mönnum alger grunnatriði hvernig er best að begja, stjórna sleðanum með líkamanum, kennt að stökkva, stjórna jafnvel sleðanum í loftinu þ.e fá nefið niður o.s.frv.
Einnig er farið yfir helsu atriði varðandi rekstur á sleða, hvað þarf að fylgjast með, hvað bilar vanalega o.s.frv.

Hverjir meiga koma ?
Allir meiga mæta sem eru orðnir 14 ára, ekkert aldurshámark er.

Hvaða búnað þarf ?
Skylda er að vera í Tek Vest Brynjum, hnéspelkum, hjálm og góðan fatnað.
(menn hafa skipst á ef þarf)

Þarf að koma með sleða ?
það hefur alltaf verið hægt að redda öllum þeim sem hafa verið sleðaluausir, hingað til.
með litlum aukakostnaði aðalega Bensín.

Hvernig sleða má ég vera á ?
Þeir sem eru ekki orðnir 17 ára verða að vera á sleða sem er ekki stærri en 440cc.

Tryggingar ?
Allir sleðar sem koma á námskeiðið verða vera tryggðir og skráðir samkvæmt lögum, varðandi egin tryggingar, mæli ég með að allir sleðamenn séu allavega með frístundatryggingu sem innifelur vélsleðaakstur, bara tala við tryggingasalan.

Hvað er innifalið ?
Innifalið er gisting á Hótel Ólafsfjörð 20-20 Jan, morgun og kvöldmatur, tveggjamanna herbergi með sturtu og alles.

Hvar verður ekið ?
Snocrossbraut verður gerð með öllu sem þarf til að menni geti lært alla þætti.
Þessi braut verður tryggð sem æfinga/keppnissvæði yfr helgina til að hafa allt löglegt og flott.

Hvað kostar ?
Helgin kostar 20.000 á mann fyrir alla helgina.

Hvenær á ég að mæta ?
Mæting er í Hótelið um kl 21.00 á Föstudaginn 20. jan.

Nánari uppl í síma 660 6707 LEXI eða á www.lexi.is

Skildu eftir svar