Á morgun kemur út tvöfaldur DVD diskur stútfullur af motorhjóla efni.

Á aðaldisknum eru fjórir þættir frá motocrosskeppnum sumarsins. Keppnirnar eru: Ólafsvíkurkeppnin 11. júní, Álfsneskeppnin 16. júlí, Akureyrarkeppnin 30. júlí og Sólbrekkukeppnin 13. ágúst. Þar að auki er skemmtilegt tónlistarmyndband með klippum úr keppnum ársins.Á aukadiskinum er 80 mín. umfjöllun um Offroad Challenge-keppnina sem fram fór á Klaustri í vor. Þetta efni hefur ekki komið fyrir sjónir

almennings áður. Einnig er þar að finna motocrosskeppnina á Álfsnesi árið 2004 ásamt tónlistarmyndbandi frá keppnistímabilinu 2004.

Diskurinn verður seldur í Laugarásbíó á morgun á sýningu myndarinnar Supercross the Movie og á árshátíðinni um kvöldið.

Verð aðeins 2.900,- fyrir 2 DVD!


Skildu eftir svar