Tilkynning frá VÍK v/Bolöldusvæðis

Eins og kunnugt er hefur VÍK ásamt Landssambandi Íslenskra vélsleðamanna gert samning við sveitarfélagið Ölfus um afnot af svokölluðu Bolöldu- og Jósepsdalssvæði til næstu 15 ára..
Landeigandi sýnir okkur mikið traust með þessum samningi og eru miklar vonir bundnar við svæðið fyrir framgang íþróttarinnar.  Gríðarlega mikilvægt er að samstaða myndist um rétta notkun strax frá upphafi og að

gefnu tilefni verður að árétta það að hér er ekki um eitt allsherjar  "Spólsvæði" að ræða!  Lögð verður áhersla á að halda skemmdum á svæðinu í lágmarki.  Fylgst verður með álagi og verður þá legu brautar breytt stefni í of mikið álag á einstaka bletti.
Bolöldusvæðið liggur að veginum að Bolöldumalarnáminu ofan Sandskeiðs að vestan, að hlíðum Vífilfellsins og Sauðadalahnúks að sunnan, af hlíðum Sauðadals að austan og meðfram þjóðveginum hjá Litlu-Kaffistofunni að norðan. Jósepsdalur er austan við Vífilfell og er ekið inn í hann eftir veginum sem liggur í suður frá Litlu kaffistofuna. Dalurinn er um 2,5 km langur og um 0,5 km breiður þar sem hann er breiðastur.

Skildu eftir svar