Góður gangur við Bolöldu í dag

Mikið verk var unnið í dag á Bolöldusvæðinu. Bílastæði voru afmörkuð, skiltastaurar settir upp og fyrsta brautin var lögð. Hún verður notuð í endurokeppninni á laugardag og mun fá að standa eftir það. Akstursbann er í brautinni fram að keppni og biðjum við menn að virða það skilyrðislaust. Vinna í brautinni heldur áfram á miðvikudaginnn kl. 18.

VEGURINN ER EKKI SPEEDWAY BRAUT!!!
Vegurinn er nýheflaður frá Bolöldunámuveginum og það verður leiðin inn á svæðið framvegis. Þeir sem koma hjólandi  að svæðinu verða að keyra RÓLEGA til að forðast óhöpp og til að spóla ekki veginn til fj…….s.

Við þökkum öllum sem hjálpuðu til í dag þó vissulega hefðu þeir þurft að vera fleiri. Sérstaklega þökkum við Hreinsun og flutningum fyrir afnotin af gröfunni sem gerði gæfumuninn. Kveðja, Bolöldunefnd.

Skildu eftir svar