Flaggarar og Öryggisatriði í motocross

Nú styttist í næsta Íslandsmót á Álfsnesi. Þar munu keppa umþb. 80 manns flestir í yngri kantinum, stúlkur og drengir. Áhugamálið okkar er oftast talið hættulegt, þó svo að tölur sýni að meiðsli séu frekar fátíð hjá okkur samanborið við aðrar íþróttir. En því er ekki að neyta að hræðileg slys hafa átt sér stað þar sem motocrossmenn virða ekki flaggara og eða að flaggarar eru ekki nógu vakandi eða ákveðnir. Fyrir aðeins

 tveimur árum lést ungur drengur í Svíþjóð eftir að hafa legið við enda á stökpalli þegar annar ökumaður lenti á bakinu á honum, hann hafði legið þar dágóða stund án þess að flaggarinn hefði tekið eftir honum. Flaggarinn var undir lögaldri.
 
Við höfum öll ákveðið að stunda þetta sport. Feður og mæður kaupa hjól handa börnum sínum, mæta á keppnir og hvetja sína til dáða. Nú þurfum við að birgja brunnin, gerum það sem í okkar valdi stendur, ekki benda á félagið og gagngrýna, því að við erum félagið, við erum ábyrg. Því vil ég hvetja foreldra og aðra ábyrgðafulla menn og konur sem vilja láta gott til sýn leiða að skrá sig sem flaggara í næstu tveim keppnum til Íslandsmeistara. Áhugasamir hafi samband við Þór í e mail :  tt@internet.is     Kv. Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar