Úrslitin frá Selfossi

Um helgina var haldin á Selfossi í miklu votveðri Keppni hinna bestu í motocrossi, og voru mættir allir helstu kappar landsins. Það mættu 15 keppendur af 25 sem boðið hafði verið og hefur veðrið spilað stóran þátt í að menn hafi ekki mætt, og líka það að þessi keppni skipti engu máli í stigagjöf til Íslandsmeistara. Breyting var gerð á keppnisfyrirkomulagi í kjölfarið þar sem hópurinn var ekki stærri og var ákveðið að sleppa riðlinum

 "síðasti séns" og gefa frekar stig fyrir sæti eins og gert er í Íslansmeistaramótinu og fengu menn stig fyrir fyrri umferð og úrslitin en samt sem áður voru keyrðir riðlar fyrir 24 ára og yngri og síðan 25 ára og eldri.
Okkur urðu á þau mistök í hita leiksins að láta Brent Brush ekki vita af breytingunni á sínu móðurmáli og hörmum við þau mistök og tökum þau öll á okkur sem stóðum fyrir keppninni og er þetta hlutur sem gerist ekki aftur, 200 manns voru mættir á keppnina og erum við mjög sáttir við það í þessu veðri. Úrslitin í keppninni urðu þau að Einar Sigurðarson hafnaði í fyrsta sæti, Gylfi Freyr hafnaði í öðru sæti og svo Brent Brush í því þriðja.
Við hjá Motocrossklúbbi Árborgar viljum þakka öllum keppendum og áhorfendum fyrir keppnina og að láta sjá sig í þessum úrhellir og þá fær Hjálmar H. Jónsson frá Egilstöðum hetju kveðjur frá okkur fyrir að keyra þaðan í keppnina, við vonum síðan bara til að sjá sem flesta að ári því þessi keppni er komin til að vera.
Hér eru úrslitin og tímarnir
Kveðja Óli Rúnar MÁ

Skildu eftir svar