Vefmyndavél

Úrslitin á mylaps.com

Úrslit úr fyrstu umferð Íslandsmeistaramótsins eru komin á vefsíðuna www.mylaps.com .  Þar geta keppendur skoðað tímana sína.  Athugið að það er hægt að stofna sinn eigin aðgang ef þið eigið sendi.  Þið þurfið þá að gefa upp númerið á sendinum.
Það eru ennþá smá byrjunarörðuleikar þar sem ég er að læra á nýjan hugbúnað.  Ég vona að menn sýni því

 skilning.  Það veldur mér t.d. vandræðum að keppendur keppi í fleiri en einum flokk samanber Hjálmar Jónsson No 139 (keppti í meistaraflokk og 125cc) og einnig þar sem menn eru að samnýta senda á tvo keppendur í sitt hvorum flokknum.  Það er ekki gert ráð fyrir svona æfingum í kerfinu og ég varð því að fara bakdyramegin í breytingar.
Einnig birtist keppandi No 270 Valdimar Þórðarson ekki í kerfinu í moto 3 þar sem hann lenti í fimmta sæti.  Ég bætti því stigum hans við moto 2 til þess að úrslitin væru rétt.
Vonum að þetta verði 100% næst.

 Kveðja
Aron Reynisson

Leave a Reply