Sumarkortin komin í sölu

Sælir félagar, þá eru sumarkortin fyrir Álfsnes loksins tilbúin í sölu. Verðið er 14.000 fyrir stóru hjólin og 7.000 kr. fyrir litlu hjólin þ.e. minni en 125. Moto, Púkinn, JHM-Sport og Nítró munu selja kortin og fleiri bætast í hópinn á næstunni. Út júní greiði menn fullt verð fyrir kortin en frá 1. júlí munu kortin kosta 10.000 kr. og 5.000 fyrir minni hjólin og eftir 1. ágúst kosta sumarkortin 6.000 og 3.000 fyrir minni hjólin.

Kortin eru prentuð á varanlegt efni og límd á hjólin á sama stað og dagpassarnir. 

Staðan á brautinni er eins og þið vitið mjög sérstök. 4 vikna þurrkur hefur gert þetta svæði að þurrasta svæði á Íslandi. Jarðýtan hefur verið á svæðinu á 7-10 daga fresti en síðast var það mikið þurrt efni ofan á brautinni að lagfæringarnar skilaðu litlu öðru en meira af lausu efni til að spóla upp. Nú rignir og við vonumst til að fá jarðýtuna annað kvöld (gæti dregist til fimmtudags eftir verkefnastöðu) til að jafna út brautina.

Við munum í sumar stefna á að vera með ýtu í brautinni á 7-10 daga fresti eftir álagi og aðstæðum og þá daga verður brautin lokuð. Fyrir keppnina þ. 10. júlí verður brautin einnig lokuð frá mánudeginum 4. júlí.

Auk þess er verið að útbúa nýjan veg að brautinni að ofan ásamt bílastæði sem tengir saman aðalbrautina og minni brautina. Auk þess gerum við tilraunir á því að keyra leirefni í kaflann við hliðina á starthliðunum til að freista þess að binda moldina og bæta undirlagið.

Ath. að þessar framkvæmdir kosta félagið mikið fé og ekki verða gefnir frekari afslættir af sumarkortum.

Skildu eftir svar