Riddarinn í stuði í WEC

Íslandsvinurinn David Knight KTM sigraði over all um síðustu helgi í Heimsmeistarkeppninni í Enduro. Kallinn er óstöðvandi þetta árið og menn eru að velta fyrir sér hvað hann fái í morgunmat, slíkur er krafturinn í honum. Knight er búinn að vinna allar 8 umferðirnar í E3 og er með fullt hús stiga. Í E2 sigraði Merriman Yamaha í báðum umferðunum og er allur að koma til. Þess má geta að Anders okkar Eriksson á Husqvarna varð  í fimmta og sjötta sæti í E2. Í E1 sigraði Ivan Cerventes KTM báðar umferðir.

Skildu eftir svar