Ísland fyrir Íslendinga ?

Það er hreint með ólíkindum hvað pólítík og útlendinga sleikjuháttur getur fyrrt mönnum sýn, allt í einu er í lagi að moka, breyta, smíða, sprengja, keyra skriðdreka, fara um "náttúruperlur", raska fornminjum og loka svæðum innan fólksvangs.
Íþróttamaður á vélhjóli er lítils megnugur þegar hann stendur gegn gini 45 Magnum

  og sjálfur Dirty Harry heldur í skeftið.

"Til hamingju Hafnarfjöður" !

Það er greinilegt að umhverfis og skipulagsnefnd Hafnarfjarðar hefur í gini 45 Magnum litið, kiknað á hnjáliðunum og sagt halilúja og samþykkt alla vitleysuna sem og þeir sömu menn höfðu neitað okkur vélhjólaíþróttamönnum um nokkrum mánuðum áður.

Að íþróttamaður á vélhjóli fái að aka í uppþornuðu fjöruborði á 1-2 hekturum lands í 1-2 mánuði er náttúrulega óbæld skemmdarfýsn, virðingarleysi og náttúru nýðsla af verstu gerð.

Að Dirty Harry og félagar úr Hollywood vilji nota náttúruperlurnar sem fiskiþorpið Hafnarfjörður ræður yfir er sannarlega mikil upphefð, og jú þar sem allir spekúlantarnir í skógræktinni, umhverfisnefndinni, kvikmyndaeftirlitinu, heilbrigðiseftirlitinu, brunamálastofnun, heilbrigðisstofnun og aðrir embættismenn þekkja jú allir Dirty Harry af hvíta tjaldinu þá er bara allt "OK"

Já, "til hamingju Hafnarfjörður", þvílík framsýni og skilningur á þörfum Mr. Harry og félaga.

Sagan er þó ekki öll, enda vitleysan, sleikjuhátturinn og fordómarnir misjafnir eftir því.

Sandvíkin hefur verið vöktuð tímunum saman af tindátum Ásgeirs Eiríkssonar sýslumanns fulltrúa á Suðurnesjum þannig að óaldarlýðurinn, íþróttamennirnir á vélhjólunum séu nú ekki þar að leik.

Surprise, surprise, Dirty Harry og félagar hafa fengið leyfi til að loka þar svæðinu næstu vikurnar, ýta upp 4-5 metra brimvarnargarði og umturna svæðinu.

Gaman verður að fylgjast með leikritinu næstu vikurnar, ætlar Ásgeir að senda tindátana sína og krefjast "rauðra" skráningarmerkja á skriðdrekana ?

Verður starfsfólk Dirty Harry stoppað á leiðinni í Sandvík og spurt hvert erindið sé ?

Það er með ólíkindum hvað hægt og ekki hægt er að gera í samstarfi við yfirvöld ef það er skilningur á verkefninu og vilji til að leysa málin.

Fram að þessari stundu hefur málefnum vélhjólaíþróttafélaganna í landinu verið kastað fram og til baka í kerfinu og fáir þorað að taka með okkur afstöðu eða leggja okkur lið í baráttunni við að hlúa að íþróttinni ásamt umhverfismálum.

Vélhjólamenn, slíðrum 45 Magnum í beltin a´la Dirty Harry style og þá verður einhverntíma á okkur hlustað.

Karl Gunnlaugsson

Félagi í Vélhjólaíþróttaklúbbnum

Félagi í Ferðafélagi Íslands

Skildu eftir svar