Aukafréttatilkynning

Nú er þetta að bresta á og allt að vera klárt.  Tímaáætlunin ætti að standast og mun lögreglan í Reykjavík reyna að hjálpa til við að koma hópnum út úr bænum. Það er áríðandi að farið sé eftir tímaplaninu vegna þess að lögreglan á viðkomandi stöðum verður á tímaáætlun til að greiða götu hjólamanna á hverjum stað fyrir sig. Búið er að opna Kjöl fyrir endurohjól og aðra malarvegaunnendur.
    Umferðarstofa mun væntanlega

 minnast á þessa hópreið í Útvarp Umferðarráð.
Fyrir þá sem verða á ferðinni norður á sama tíma og hjólin á bílum er ágætt að benda á að flott er að aka í Baulu og stoppa þar og sjá hjólin koma framhjá (enda frábær aðstaða fyrir börn í garðinum við Baulu). Þegar farið er aftur á stað á eftir hjólunum er sniðugt að stoppa í Staðarskála og sjá hjólin koma aftur framhjá eftir hjólastopp í Brú.
Áríðandi er að hjól aki ekki hlið við hlið enda er það bannað. Ef menn aka hlið við hlið og sá sem er við hliðina á þér fer á hausinn ferð þú örugglega á hausinn líka þess vegna verða menn að passa að enginn sé við hliðina í neinum. Þetta er sagt öryggisins vegna því við viljum öll komast á áfangastað.
       Rás 2 útvarp allra landsmanna verður með beina útsendingu í 3 klukkutíma á laugardaginn 18. (þegar götuspyrnan verður og drulluspyrnan) og verða gestir og keppendur teknir tali í bland við heimamenn. Þessi útsending er í boði Sveitarfélagsins Skagafjörður, Kaupfélags Skagafjarðar og Bílabúðar Benna.
    Á mánudag verður okkur afhent tjaldstæðið af Sveitarfélaginu Skagafjörður og er það trú okkar í undirbúningsnefnd að þar verði ekki einu sinni karmellubréf þegar við verðum farin. Nánar verður hægt að sjá frétt um tjaldstæðið og afhendingu þess á www.skagafjordur.is  á þriðjudag.
   Nú þegar eru nokkrir aðilar búnir að fara eina ferð á Krókinn með tjaldvagninn, hjólhýsið, fellihýsið eða húsbílinn og mæta í hópaksturinn á fimmtudagskvöld.
   Eins og sagt var frá á heimasíðu www.team-bacardi.tk var ákveðið að framlengja skráningu í keppnir fram á síðasta dag þann 16. Þetta þyðir að keppendur verða að vera með beinharða peninga til að greiða keppnisgjaldið með. Gjald fyrir hverja keppni er 2000kr. en ef keppandi keppir í fleiri keppnum en tveim þá borgar hann aldrei meira en 5000 kr. Ástæðan er sú að mjög fáir eru skráðir í alla flokka í götuspyrnu og báða flokka í drulluspyrnu ( bendir allt til þess að þar verði bein útsending í útvarpi) og enn er pláss fyrir keppendur í brekkuspyrnu. Smá breyting verður á keppnisdagskrá til að sem flestir geti tekið þátt í hópakstrinum á Akureyri að lokinni bílasýningunni þar, verður Speedway-Dirttrack keppninni seinkað til kl 19.00 á 17. júní. Þetta er gert til að sem flestir geti tekið þátt í dagskránni sem upp er sett.
   Á sunnudaginn 19. verður minnisvarðinn um fórnarlömb bifhjólaslysa eftir Heiðar Þ. Jóhannsson afhjúpaður við Varmahlíð og viljum við í undirbúningsnefnd benda mönnum á að það væri mjög táknrænt að þeir sem verða viðstaddir þá athöfn leggi blóm eða rós á stallinn undir verkinu að afhjúpun lokinni.  Fyrir hönd allra  og þín líka H. Líklegur ….

Skildu eftir svar