Akstursleyfi við Kleifarvatn komið til 1.júní !!!

Þær góðu fréttir voru að berast að Bæjarráð Grindavíkur samþykkti í gærkvöldi beiðni félagsins um bráðabirgðaakstursleyfi við austurenda Kleifarvatnsins þ.e. beygjubrautinni í tjarnarbotninum og sandbrautinni hinum megin við höfðann. Þetta þýðir að við megum hjóla á svæðinu til 1. júní og að þeim tíma liðnum skuldbindur félagið sig til að slétta úr aksturslínum og ummerkjum eftir aksturinn enda verða þá aðrar brautir komnar í fulla notkun. Ég á von á bréfi til staðfestingar á leyfinu í dag og verður afrit af því sent til


lögreglunnar í Grindavík og Hafnarfirði.

Veiting akstursleyfisins veitir okkur alls ekki leyfi til að hjóla í
fjöllunum í kring um Kleifarvatn og á Sveifluhálsinum í áttina að
Djúpavatni. Vinsamlegast virðið líka eftirfarandi:

1. Allt brekkuklifur er bannað.
2. Alls ekki keyra upp á höfðann sem liggur á milli beygjubrautarinnar og sandbrautarinnar.
3. Ekki hjóla á grónu svæðunum ofan við brautirnar enda ættu þær að duga okkur að fullu.
4. Komið hjólin full af bensíni og gætið þess að bensín leki aldrei í jarðveginn á svæðinu.
5. Skiljum ekki eftir drasl á svæðinu.
6. Tryggjum að einu ummerkin eftir okkur verði akstur í þeim brautum sem nú er komnar.
Við munum á næstunni setja upp skilti sem sýna mörk svæðisins og hverjar helstu reglurnar eru á svæðinu.

{mosimage}

Umfram allt þá verða allir að taka þátt í þessu og virða þær afmarkanir
sem við setjum okkur og hvetja alla til að gera það sama. Bæjarráð
Grindavíkur hefur fullan áhuga á að hitta okkur strax eftir páska og
ræða framtíðarsvæði á Reykjanesi og því er mjög mikilvægt að við sýnum
samstöðu í því að ganga vel um svæðið og allt nágrenni þess. Þetta er
frábært tækifæri sem getur opnað fyrir fleiri svæði og þeir einu sem
geta klúðrað því erum við sjálfir.

Kveðja,

Hrafnkell Sigtryggsson
formaður

Skildu eftir svar