Hjólaferð til Bretlands

Sælir félagar og gleðilegt ár.
Nú stendur til að fara í „æfingabúðir“ til Bretlands í enda febrúar til
KTM Adventure Tours í Plymouth.
Það er pláss fyrir 15 manns.
Flogið með seinni vél Icelandair kl: 16:30 fimmtudaginn 24.02.


og aftur heim með seinni vél Icelandair kl: 21:00 sunndaginn 27.02.
Dagskráin er:
Bílaleigubílar frá Heatrow, London til Weeldon farm á fimmtudagskvöld.
Föstudagur: ræs & shine kl: 8:00 í English breakfast byrjað að hjóla ca. 9:30
hjólað til 17:00 létt leggja og kaldur öl. Dinner á local pöppnum.
Laugardagur ræs & shine kl: 8:00 í English breakfast byrjað að hjóla ca. 9:30
hjólað til 17:00 létt leggja og kaldur öl. Dinner á local pöppnum eða á Weeldon Farm.
Sunnudagur ræs & shine kl: 9:00 í English breakfast byrjað að hjóla ca. 10:30
hjólað til ca. 14:00 taka saman og haldið á Heatrow, London.
Hópnum verður skipt eitthvað upp eftir hvað menn vilja gera. 4000m2 inni höll með
frábærri æfingabraut og léttur 6-8 tíma Enduro túr um sveitina.
Sunnudagur er keppni innanhúss 3 saman í liði.

Verð:
Leiga á hjóli m/öllu 349,- pund.
Gisting ca. 150,- pund (innifalið morgunmatur, nesti, hádegismatur og kvöldmatur.
Total: ca. 500,- pund x 118,- = ca. 60.000,-
Flug til London „netsmellur“ ca. 20.000,-

Reynslan er að varla er þörf á að taka upp veskið, það er séð allgjörlega um okkur,
matur, drykkir og allt það.
Við þetta bætist 4 saman í bílaleigubíl ca. kostnaður á mann 6.000,-

Skoðið: www.ktmadventuretours.co.uk

Þeir sem hafa áhuga, vinsamlega hafið samband fyrir 15. janúar.

Endilega sendið listan áfram ef þið hafið einhverja í huga.

Skildu eftir svar