MotoXskólinn 1 árs

Það var á svipuðum tíma í fyrra þegar MotoXskólinn varð til og heimasíða skólans (motoxskolinn.is) fór í loftið. Ég vil þakka öllum nemum og einnig öllum þeim frábæru móttökum sem skólinn hefur fengið á þessu ári. Það er óhætt að segja að það hafi orðið tímamót í sportinu þegar fyrst var hægt að æfa motocross á svipaðan hátt og menn æfa fótbolta á Íslandi, reglulegar æfingar yfir sumartímann með þjálfara. Í skólanum vora allar týpur af fólki allt frá ökumönnum sem voru í topp baráttu í sumar yfir í byrjendur. Stelpur og strákar, ungir sem aldnir og meira segja voru feðgar sem mættu saman á æfingar … talandi um fjölskyldusport! Það hefur margt gerst á einu ári og nú er MotoXskólinn kominn með eins árs reynslu undir belti. Takk fyrir frábærar móttökur og mig hlakkar til að nýta þessa reynslu næsta sumar og gera enn betur. PS. Bara til að forðast misskylning þá eru ALLIR velkomnir í skólann á næsta ári eins og í fyrra. Liturinn skiptir skólann ekki máli : ) Gleðileg jól. K, Ingi / MotoXskólinn

Með racing kveðju!

_______M_o_t_o_X_s_k_ó_l_i_n_n

Ingi Þór Tryggvason
#254 // Sími: 897 0209

www.motoxskolinn.is

Skildu eftir svar