Fjör á ísnum

Ég fór út að ganga með hundinn áðan og leit við á ísnum. Ég átti svosem ekki von á neinum þar, en það var mikið líf og greinilegt að menn láta ekki smá hláku stoppa sig. Svellið var rennandi blautt og menn urðu að þræða framhjá stærstu tjörnunum, en urðu samt blautir eins og hundar með stigvélin full af vatni. Ég var ekki með myndavélina en þarna var heilmikið myndefni, þannig að ég reyndi að bjarga mér á myndavélinni í símanum … sem er ekki merkileg og birtan lítil


Skildu eftir svar