Svar frá keppanda, varandi bikarmótið á Akureyri

Hann Þór Þorsteinsson ætlar að svara fyrir norðlendingana, vegna gagnrýni Péturs á bikarkeppnina fyrir norðan. Hann segir meðal annars: Hann Pétur fer ófögrum orðum um frammistöðu norðan manna vegna Keppninnar á Akureyri um verslunarmanna helgina. Þar sem aðeins 17 keppendur voru skráðir í keppnina gátu norðan menn að sjálfsögðu ekki lagt út mikinn kostnað. Keppendum hefði verið nær að skrá sig í vikunni svo að keppnishaldarar gætu gert sér grein fyrir umfanginu

Hann Pétur fer ófögrum orðum um frammistöðu norðan manna vegna Keppninnar á Akureyri um verslunarmanna helgina.

Þar sem aðeins 17 keppendur voru skráðir í keppnina gátu norðan menn að sjálfsögðu ekki lagt út mikinn kostnað. Keppendum hefði verið nær að skrá sig í vikunni svo að keppnishaldarar gætu gert sér grein fyrir umfanginu, en í keppnina mættu 35 manns. En verðlaunapakki fyrir mót með öllum flokkum er u.m.þ.b. 50.000 kr.

Ekki er hægt að líkja þessari keppni við Íslandsmót sem er haldið á Álfsnesi við Reykvíkingar höldum aðeins eitt Íslandsmót með allan þennan fjölda keppenda sem býr hér fyrir sunnan samt vorum við í vandræðum með að fá starfsfólk. Mér fannst aðdáunarvert að þeim tókst að fá fullt af starfsmönnum í sjálboðavinnu um miðja verslunarmannahelgi.

Fyrir aðeins tveim vikum var hringt í Bóndann og hann spurður hvort hann vildi taka að sér að halda þessa keppni. Þeir tóku það að sér, enn sögðu jafnframt að þeir vildu hafa stutt moto og hafa létt yfir keppninni, sem við töldum gott mál. Það er gott að bregða útaf vananum og að menn taki þessu nú ekki alltaf of alvarlega.

Varðandi innkomuna 175.000 kr. þá fagna ég því en ég hefði viljað að þetta væri frekar 1.750.000 sem hefði komið inn. Því meiri peningar sem koma inná brautirnar því meira er hægt að eyða í þær. En Akureyringar eru nýbúnir að byggja þessa frábæru braut og ég er viss um að þeim veitir ekki af peningum til að halda áfram að byggja svæðið upp.

Varðandi næsta ár þá er ég sannfærður um að með réttum undirbúning sé hægt að fá 2000 -3000 áhorfendur á staðinn. Um helgina voru á að giska 10.000 ungmenni, aðal dagskráin var á kvöldin og um nætur. Ef keppnin væri auglýst með dagskrá hátíðarinnar „Ein með öllu“ . Hægt væri að auglýsa hana með dreifimiðum á tjaldsvæðin. Fá lögreglu fylgd með 30 motocrosshjólum um bæinn. Keyra um bæinn með gjallhorn til að minna á keppnina.

Kannski væri hægt að fá inn í aðgangseyri 1 -2 milljónir auk þess að auglýsa sportið.

Að lokum auðvitað má alltaf gagngrýna og við lærum alltaf af hverri keppni hvað má betur fara næst.

Mbkv. Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar