Motocross námskeið fyrir stelpur/konur

Sá leiðinlegi atburður gerðist að hún Johanna frá Svíðþjóð sem ætlaði að koma og kenna okkur stelpunum að hjóla, fór úr axlarlið um helgina. Það gerðist ekki á hjóli heldur var hún úti að hlaupa. (Stórhættulegt!!!) En við gefumst ekki upp og mætum svellkaldar (14 skráðar )því að hann Micke Frisk frá Svíþjóð ætlar að vera svo elskulegur og hlaupa í skarðið. Þannig að mæting á námskeiðið er kl. 20.00 í Sólbrekku Grindavík. Ath. breyttan tíma í dag kl. 20.00-22.00 en þriðjudag og fimmtudag kl. 19.00-21.00.
Kveðja Theodóra

Skildu eftir svar