Ný verslun opnuð

Á laugardaginn var opnuð ný verslun, Nítró. Að versluninni standa hjónin Haukur og Tedda. Verslunin er til húsa á Járnhálsi 2 í Reykjavík.

Þegar vefurinn leit við var heljarinnar fjöldi á staðnum og mikið og dýrðir og veitingar. Fjöldinn allur af glænýjum hjólum í öllum stærðum, fyrir alla aldurshópa. Ein af stærri jólagjöfum landsmanna var til sýnis fyrir utan verslunina en þar gaf fjölskylda Steina honum nýjan 650 Husaberg. Vefurinn óskar Hauki og fjölskyldu til hamingju.
Sjá myndir í vefalbúminu

Skildu eftir svar