Lyklafell

Í gær þá fór ég í lyklafell ásamt fleirum.Þá kom maðurinn sem er með svæðið úthlutað frá orkuveituni eða þeim sem eiga svæðið og sagði hann að það eru margir sem fara í gegnum móan frá aflekjarinum sem er stranglega bannað.Og sagði hann ef við ætlum að fá að hjóla þarna þá ættum við EKKI að fara yfit móan heldur eftir veginu hann er með kindur þarna sem hræðast hjólin og hafa þær hlupið útum allt og sumar týndst.Hann sagði að hann væri með tæki og tól til að eyðileggja brautina ef við mótorhjóla menn erum að þessu (spóla og tæta um móan).Hann kom þarna í byrjun sumars með gröfu og var byrjaður að taka palla úr henni en þá talaði *Yamaha*Haukur við hann og fékk hann til að hætta við skildist mér á honum i gær. Ef við viljum halda áfram að hjóla í lyklafelli farið þá eftir veginum eða einhverja slóða uppeftir ekki móan!! Það þarf bara einn hálfvita til að eyðileggja!! En ef þið viljið vita hvað maðurinn heitir þá heitir hann Þorvaldur.

Kveðja Gulli#111

Skildu eftir svar