Bann sett á númer

Ragnar I. Stefánsson sem keppt hefur undanfarið með keppnisnúmeri 68 óskaði eftir því við stjórn VÍK að fá númerið 0. Stjórnin tók þetta fyrir og hafnaði þessari beiðni.

Finnst honum fáránlegt að geta ekki fengið númer 0 þar sem reglurnar sem farið er eftir, eru upphaflega teknar úr Nascar. Þar eru menn að keppa með númer 0 og tvöfallt 00. Aðspurður sagði Ragnar vera „sæmilega“ sáttur. Þetta er meiri sálfræði en annað. Á hann góðar minningar með bæði númerin, 68 og 0.

1987 fór hann erlendis og prófaði að komast inn í heimsmeistarakeppnina. Var spurður af þarlendum skipuleggjendum hvort hann gæti eitthvað og taldi hann sig geta unnið heimsmeistarakeppnina.  Fékk þar af leiðandi að taka þátt í forkeppninni. Mætti viku fyrir keppni og fékk úthlutað númer 68.  Þó svo hann hafi ekki náð lágmarksárangri til að geta tekið þátt í sjálfri heimsmeistarakeppninni þá fékk númerið 68 að vera á hjólinu lengi vel. Svipað má segja með númer 0 en undir því númeri, ásamt 68 hefur hann oftsinnis keppt erlendis og tengjast bæði númerin góðum minningum.

Aðspurður segist hann munu hlýta úrskurði stjórnar VÍK og hjólið verða merkt með númerinu 68. Treyjan sem hann keppir í hefur hinsvegar bókstafinn O, og er hún því bein auglýsing fyrir fatnaðinn frá ONeal þó svo sumir komi ekki til með að sjá bókstafinn O heldur tölustafinn 0.

Skildu eftir svar