Vefmyndavél

Þakki frá hinum ein-axlaða Jóa Bærings

Mig langar að koma þakklæti mínu til þeirra sem stukku til og aðstoðuðu mig eftir að ég lenti í þeim leiðindum að rífa hægri öxlina úr lið í seinni umferðinni í Svínhaga á laugardaginn.

Þar sem ég var kaldur og spenntur tókst ekki að kippa mér í liðinn á staðnum en eftir vænan skammt af vöðvaslakandi náðist að klára málið á sjúkrahúsinu á Hellu (ég man ekki hvort mér fannst ég vera páfagaukur eða appelsína á þeim tímapunkti).

Ég er enn að átta mig á því hve furðulega þetta vildi til þar sem ég var dottinn úr liðnum svolitlu áður en ég datt!!! Ég var ný kominn niður á veginn rétt fyrir neðan pittinn þegar ég hef líklega lent á misjöfnu eða grjóti þar sem stýrið náði að slá mig úr liðnum. Við það brá mér gífurlega, missti alla stjórn á hjólinu og hafnaði útaf. Ég vil því minna alla á að hafa hendurnar eins slakar og auðið er til að minnka höggin frá stýrinu, sérstaklega þegar ekið er hratt á gríttum jarðvegi.

Einnig vil ég nota tækifærið og óska sigurvegaranum, Einari Púka, aðstandendum keppninnar sem og öllum keppendum til hamingju með glæsilegt mót. Þetta var hörku þolraun og ljóst að tugir þúsunda kaloría brunnu þennan daginn.  Sjáumst á ráslínu í næsta móti.

Kveðja Jói „Bærings“

Leave a Reply