Suzuki liðið

Liðsstjóri Suzuki hefur hætt keppni vegna meiðsla. En eftir krass í Vestmannaeyjum hefur Þór átt við bakmeiðsl að stríða. Eftir cd skanna á Borgarspítalaunum kom í ljós gúlpur út úr einum hryggjaliðnum í mjóbaki. Mun það vera myndun á brjósklosi.
En maður kemur í manns stað. Nýr maður í Suzuki liðinu er Gylfi Freyr Guðmundsson. Gylfi er 16 ára gamall, mikið efni. Hann keppir í B flokki. Hann varð í 2. sæti í enduro Borgarnesi, 3 sæti motocross Vestmannaeyjum og 2. sæti Enduro Húsavík.
Suzuki liðið var yngsta liðið með meðalaldurinn 22,75 ár en er nú lang yngsta liðið með meðalaldurinn 18 ár. Það leikur engin vafi á að þarna fer lið framtíðarinnar. ÞÞ.

Skildu eftir svar