Mismikil er alvaran

Sú var tíðin að menn tóku sig til í misgóðu veðri, hringdu sig saman og hjóluðu sér til gamans.
Eftir því sem keppnishald hefur þróast undanfarin ár hafa stöku menn tekið upp á því að halda sér í formi yfir verstu vetrarmánuðina og virtust flestir fá þetta erfiði borgað til baka þegar kom að keppnistímabilinu.
Nú er svo komið að flestir keppnismanna eru farnir að ástunda einhverja líkamsrækt, umfram hjólamennskuna og verður því erfiðara fyrir topp ökumennina að halda forskoti sínu.  Vitað er til þess að Einar púki er búinn að vera í Vestmannaeyjum alla vikuna, einungis til að æfa sig í krossbrautinni.  Því til viðbótar notar Steingrímur alltaf 1 klst. í hverju einasta hádegi til að hjóla í sandinum í Þorlákshöfn.
Eftir þennan lestur má búast við því að margir af topp keppendunum komi til með að draga eitthvað úr jólaundirbúningnum og endursemja áramótaheitin sín.  Á einhverjum heimilum verður engin rjúpa eða jólasteik heldur einn einfaldur Myoplex.

Skildu eftir svar