Úrslit frá Hellu

Keppnin tókst frábærlega miðað við aðstæður.  Strax um morguninn bilaði prentarinn og ekki hægt að prenta neitt út.  Grenjandi rigning og hávaðarok gerði alla pappírsvinnu vonlausa og samskipti í gegnum talstöðvar voru vægast sagt óskýr í þessu roki.  Hljóðkerfið sem VÍH leigði bilaði þegar kom að verðlaunaafhendingunni og þegar allt var yfirstaðið festist trukkurinn í brekkunni.  Má segja að allt hafi gengið á afturfótunum en keppnin gekk samt upp og höfðu áhorfendur gaman af þessu.
Skjár 1 var á staðnum og má búast við einhverjum myndum í þættinum Mótor.  Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim hvenær þessar myndir birtast.
Upp kom eitt vafaatriði og var reynt að skera úr um uppröðun.  Eftir samtal við báða endadómara og keppendur var ákveðið að stroka út þá umferð og láta keppendurna keyra hana aftur.
Þegar kom að mýrarspyrnunni spilaði veðrið aftur illa inn í skipulagið þar sem raða átti keppendum í röð þannig að þeir sem duttu fyrst út í brekkuklifrinu áttu að byrja fyrstir í mýrinni.  Þær upplýsingar lágu hinsvegar ekki fyrir og var mönnum því raðað frjálst í mýrina.

Brekkuklifur
1. Haukur Þorsteinsson
2. Ragnar Ingi Stefánsson
3. Finnur Aðalbjörnsson

Mýrarspyrna
1. Svanur Tryggvasson
2. Magnús Þór Sveinsson
3. Þorsteinn Marel

Bestu/mestu tilþrif
Hjörtur Jónsson

Unglingacross
1. Kári Jónsson
2. Arnór Hauksson
3. Ágúst Viggósson

Skildu eftir svar