Vefmyndavél

Álfsnes

Leiðarlýsing að Álfsnesbrautinni – smellið á kortið

Álfsnes er eitt af tveimur akstursíþróttasvæðum Vélhjólaíþróttaklúbbsins VÍK. Á svæðinu er motocross braut í fullri stærð auk barna og unglingabrauta. Brautin er moldarbraut.

 

Álfsnes er lokað þar til annað verður tilkynnt!

 

 

 

 

Athugið að akstur og allt spól er stranglega bannað á bílastæðunum og annars staðar á svæðum sem verið er að slétta. Stefnan er að reyna að græða sem mest af opnu svæðunum í kringum brautirnar til að draga úr ryki og til að gera svæðið grænna. Sama á við veginn fram hjá bílastæðunum en þar er 30 km hámarkshraði.

Loftmyndir af Álfsnesi mynd1 mynd2

Miðalausum ökumönnum verður vísað úr brautinn – skemur og jafnvel lengur!
Stjórn VÍK ákvað eftirfarandi viðurlög við þeim fjölmörgum sem virðast sleppa því að borga í Álfsnesbrautina. Þetta verður alls ekki liðið lengur og hefur stjórn ákveðið eftirfarandi viðbrögð í þessum tilvikum til að taka af allan vafa.

Vinnureglur VÍK í Álfsnesbrautinni verða hér eftir þessar:

1. Miðalaus ökumaður í brautinni og miðinn er „inni í bíl“ = brottvísun úr brautinni fyrir daginn.
Þetta er algengasta svarið sem menn gefa fyrir miðaleysi og engin leið elta menn um allt bílastæði til að sannreyna þetta.

2. Miðalaus ökumaður í annað skipti = 30 daga útilokun frá brautum VÍK.
Sektir eða almenn tilmæli og áróður virðist duga skammt á suma og því hefur félagið ákveðið að bregðast mjög hart við ítrekuðum tilfellum. Ásókn og slit á brautunum er gríðarlegt sem kallar á mjög mikla og dýra ýtuvinnu á nánast hverjum einasta degi. Þeir sem ekki borga verða hreinlega að vera annars staðar.

3. Alvarlegri brot eða enn ítrekuð = ákvörðun stjórnar VÍK í hvert sinn.

Það er stjórn síður en svo ánægjulegt að þurfa standa í svona aðgerðum eða skilaboðum. Það er hins vegar alveg klárt að ef félagið á einfaldlega að lifa þennan gríðarlega vöxt og aðsókn verður að grípa til svona óskemmtilegra aðgerða.

Veðrið núna frá Veðurstofunni
[iframe http://www.motocross.is/wp-content/plugins/vedur/geldinganes/vedur.php 200 100]

[iframe http://www.motocross.is/wp-content/plugins/vedur/kjalarnes/vedur.php 200 100]