Dagskráin fyrir fjórðu umferð Íslandsmótsins í Motocross, Sólbrekku

Hér fyrir neðan eru reglur og dagskrá fyrir fjórðu umferð Íslandsmótsins í Motocross sem haldin er á laugardaginn 13. ágúst á Sólbrekkubraut. 
Kynnið ykkur vel allar reglurnar og dagskrána, svo að ekkert komi á óvart og allt renni smurt.


 

Framkvæmdarstjórn:  VÍR / VÍK

Keppnisstjóri:  Magnús Þór Sveinsson

Brautarstjóri:  Guðni Þrastarson

Öryggisfulltrúi:  Torfi Hjálmarsson

Tímavörður:  Einar Smárason

Yfirflaggari:  Kristján Geir Mathiesen

Ábyrgðarmaður:  Elín Gylfadóttir og  Ómar Jónsson

Dómnefnd:  Hákon Ásgeirsson, Páll Jónsson, Guðbergur Guðbergsson.

Læknir:  Mannaður sjúkrabíll.

1. Reglur og skyldur keppenda.
Keppnin er haldin samkvæmt reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni.18. apríl 2000 Nr. 257

Keppt er eftir alþjóðlegum reglum FIM um Motocross.  Rétt er að minna keppendur og aðra sem hlut eiga að máli að motocross reglur gilda fyrir þessa keppni og er þær að finna á www.motocross.is undir keppnisreglur / keppnisreglur motocross.

Að gefnu tilefni er rétt að benda keppendum á að öll aðstoð og bensínáfyllingar skulu fara fram á “Pittsvæði”. Ekki er leyfilegt að rétta keppanda hjálparhönd í braut nema að öryggi hans sé í hættu og skulu starfsmenn keppninnar sjá um það.

 
2. Dagskrá keppninnar.
Dagskrá er mun ítarlegri nú en áður og verður ekki breytt nema algjörlega ófyrirsjáanlegar aðstæður komi til. Keppendum ber að mæta á startsvæðið eftir tímatöflu og vera mættir í skoðun á réttum tíma.

Dagskrá – Sólbrekka – 13.08.2005
  Byrjar Lengd Öryggistími ATH
Mæting – Skoðun 10:30 01:30:00    
Skoðun 85cc og kvennaflokkur 10:30 20:00    
Skoðun 125cc flokkur 10:50 20:00    
Skoðun meistaraflokkur 11:10 50:00:00    
Skoðun lokið 12:00      
         
Tímataka og upphitun 85cc og kvennaflokkur 11:15 15:00 10:00  
         
Tímataka og upphitun 125cc flokkur 11:40 20:00 10:00  
         
85cc og kvennaflokkur á ráslínu 12:00      
Moto 1 85cc og kvennaflokkur 12:10 10:00 10:00 + 2 hringir
125cc á ráslínu 12:20      
Moto 1 125cc flokkur 12:30 10:00 10:00 + 2 hringir
85cc og kvennaflokkur á ráslínu 12:40      
Moto 2 85cc og kvenna flokkur 12:50 10:00 15:00 + 2 hringir. 85cc og kvenna flokkar skilar leigusendum og meistaraflokkur fær þá þar sem við á.
         
Tímataka og upphitun meistaraflokkur – Hópur 1 13:15 20:00 10:00  
         
Tímataka og upphitun meistaraflokkur – Hópur 2 13:45 20:00 10:00  
         
125cc á ráslínu 14:05      
Moto 2 125cc flokkur 14:15 10:00 10:00 + 2 hringir. Verða rúmar 60 mín á milli moto 1 og 2.
Meistaraflokkur A riðill á ráslínu 14:25      
Moto 1 meistaraflokkur A riðill 14:35 15:00 10:00 + 2 hringir. Verða minnst 20 mín á milli tímatöku og moto í A riðli.
Meistaraflokkur B riðill á ráslínu 14:50      
Moto 1 meistaraflokkur B riðill 15:00 15:00 10:00 + 2 hringir
125cc á ráslínu 15:15      
Moto 3 125cc flokkur 15:25 10:00 10:00 + 2 hringir
Meistaraflokkur A riðill á ráslínu 15:35      
Moto 2 meistaraflokkur A riðill 15:45 15:00 10:00 + 2 hringir
Meistaraflokkur B riðill á ráslínu 16:00      
Moto 2 meistaraflokkur B riðill 16:10 15:00 10:00 + 2 hringir
Meistaraflokkur A riðill á ráslínu 16:25      
Moto 3 meistaraflokkur A riðill 16:35 15:00 10:00 + 2 hringir
       
Verðlaunaafhending 17:00    

3. Skoðun hjóla.
Keppendum ber að mæta til skoðunar á tilsettum tíma.  Hjól sem keppa í 85cc flokki og kvennaflokki verða skoðuð fyrst, því næst 125cc flokkur og síðast meistaraflokkur.  Keppendum ber að hafa með sér hjálma sína í skoðun.

4. Tímataka.
Tímataka er með hefðbundnu sniði nema hvað keppendum í meistaraflokk verður skipt í tvo hópa.  Raðað verður í hópana af handahófi og það eru bestu tímar úr báðum hópum sem verða lagðir til grundvallar fyrir rásröð.  Bestu 24 tímarnir í brautinni bæði í gilda því inn í A – riðil.  Óski ökumenn sérstaklega eftir því að fá að vera færðir úr A riðli niður í B riðil er það mögulegt en við minnum á að einungis fyrstu 20 sæti í A riðli gefa stig til Íslandsmeistara.  Athugið einnig að ekki er nauðsynlegt að aka í brautinni allan tíman sem tímatökur fara fram.

5. Start, tími mótóa, tímataka, birting úrslita og kærufrestur.
Keppendum ber að mæta á ráslínu samkvæmt dagskrá.  Ræst verður á hefðbundinn hátt og mun verða notast við teygju.

85 cc og kvennaflokkur ekur í 2 x 10 mín + 2 hringir.

125cc flokkur ekur í 3 x 10 mín + 2 hringir.

Meistaraflokkur A ekur í 3 x 15 mín + 2 hringir.

Meistaraflokkur B ekur í 2 x 15 mín + 2 hringir.

Keppendum ber að verða sér úti um tímatökusenda og hafa þá fullhlaðna á hjóli við skoðun.  Þar verða þeir prófaðir með þar til gerðu tæki.  Úrslit úr tímatökum og hverri umferð verða hengd upp á bíl tímavarðar jafnóðum og þau eru tilbúin.

Kærufrestur er samkvæmt keppnisreglum.

6. Skyldur keppenda 
Allir undir 18 ára aldri þurfa að koma með skriflegt leyfi frá foreldri  
Keppendum er skylt að mæta í skoðun á réttum tíma og fara eftir fyrirmælum keppnisstjórnar.  Aðstoðarmenn eru á ábyrgð keppanda og ber þeim að ganga um keppnissvæðið vel og skilja ekki eftir rusl. Keppnislið / aðstoðarmenn sem sýna ekki keppnisstjórn og starfsmönnum keppninnar háttvísi eiga á hættu refsingu sem keppandi tekur út.  Gáleysislegur akstur og eða hraðakstur á viðgerðasvæði getur einnig varðað refsingu.  Keppandi sem unnið hefur til verðlauna og mætir ekki á verðlaunaafhendingu missir sæti sitt og næsti keppandi færist upp.

 

Skildu eftir svar