Nítró boðar til fjölskylduhátíðar í Hvammsvík.

Þann 13. júlí verður blásið til fjölskylduhátíðar í Hvammsvík. 
Stefnt er á að halda "æfingarkeppni" fyrir púkana á hjólum 85cc og minni og fyrir stelpur/konur (Þar er eru öll hjól leyfinleg). Þetta er í raun hugsað fyrir þá sem fengu ekki að vera með á Klaustri vegna aldurs og að sjálfsögðu líka til að leyfa öllum að vera með.
 Það verður pylsupartí á staðnum og haldin verður púttkeppni og fótboltamót ef menn eru í stuði. Þið sem

 hafið áhuga á því að vera með í "æfingarkeppninni"sendið e-mail á nitro@nitro.is og takið fram nafn, aldur, hjólatýpu og síma eða hringið í 557-4848 og látið skrá ykkur.
Einnig mega allir sem vilja, prufa Kawasaki KDX 50 barnahjólið, en það verður á staðnum á hjálpardekkjum.
Allir velkomnir og að sjálfsögðu eru allar gerðir hjóla leyfilegar.
Vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma góða skapinu.
Hjólakveðja frá Nítró!

Ath að æfingakeppnin sem haldin verður miðvikudagskvöldið 13-júlí hefst kl 19:30 og það gleymdist að nefna aldursmörk.
Þessi keppni er fyrir þá sem ekki gátu tekið þátt á klaustri vegna aldurs.
Þessi æfingakeppni er fyrir krakka 11ára og yngri en í kvennaflokki skiptir aldur ekki máli.
Kveðja, Haukur

Skildu eftir svar