Úrslitin frá Klaustri og fleira

Þá eru úrslitin frá Klaustri komin inn undir Dagatal og Úrslit. Það á eftir að leiðrétta nokkur nöfn þar sem eitthvað var um að menn m.a. skiptu út liðsfélaga.  Einnig þá vantaði stimplun hjá tveim liðum.  Þau lið brengla því stöðu milli hringja og millitíma þar sem tveir hringir töldust sem einn hringur og var honum bætt við eftirá.  Þetta eru lið nr. 2 og lið nr. 162.
Anders Eriksson og Tony Marsall á Husqvarna náðu fyrsta sætinu og voru þeir einu sem náðu 17 hringum ásamt Brent Brush og Micke Frisk á Yamaha sem urðu númer tvö. Í þriðja sæti urðu Einar Sigurðarson og Ed Bradley á KTM.

Í einstaklingskeppninni varð Jóhann Ögri á KTM í fyrsta sæti og náði 32 overall. Annað sæti hreppti Ragnar Kristmundsson og þriðji varð Sigurður Kári. Reynir og Raggi á Honda skipuðu hraðasta alíslenska liðið og urðu númer 5 overall. Keppnin var stórskemmtileg og veðrið eins frábært eins og hægt er að hafa það. Menn  voru ánægðir með brautina og mátti heyra á mönnum að graskaflinn væri erfiðari en undanfarin ár, en sandurinn heldur auðveldari. Ótrúlegur hraði var á þeim sem skipuðu efstu sætin og hreint með ólíkindum hvernig þeir flugu í gegn um brautina, en svo voru aðrir sem skemmtu sér vel á sínum hraða og tóku þetta hægar og kepptu við sjálfan sig. Margir voru að spá í hvað brautin væri löng og samkvæmt  kílómetramæli vefstjóra er hún nákvæmlega 17 km, og ef við tökum eitt dæmi, þá ók sá sem sigraði einstaklingsflokkinn og sannarlega ók alla hringina hjá liðinu 🙂 Jóhann Ögri 238km á rúmum 6 tímum, sem er auðvitað alveg ótrúlegt úthald.

Skildu eftir svar