Allt að gerast fyrir norðan

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að koma upp félagsheimili á KKA svæðinu.  Vitað er að þetta mun verða á kostnað brautarinar,  það mun vitanlega hægja á framkvæmdum í brautinni á meðan starfskröftum og fé er eytt í að koma upp húsnæði á svæðinu en það er þess virði.    Búið er að undirbúa komu hússins, steypa grunn, smíða gólf og margt annað sem þessu fylgir.    Húsið sjálft mun verða flutt upp á svæði á morgun.    Um helgina var gámur fluttur á svæðið og var hann staðsettur austan við hússtæðið.    Rotþró var grafin og lögnum komið fyrir.    Á næstunni verða vatns- og raflagnir lagðar inn á svæðið.
Tekkið af síðu KKA.

Skildu eftir svar