Bolaalda um helgar

Á frídögum sem hafa verið margir undanfarið hefur verið líf og fjör á Bolaöldum. Um 100 manns er að keyra í stóru motocrossbrautinni og um 20-40 unglingar eru að nota litlu crossbrautirnar. Eina vandamálið hefur verið að geta þjónustað þá sem vilja keyra enduro, en allar endurobrautirnar eru enn formlega lokaðar þar sem að í þeim er mikil drulla og nánast vonlaust að keyra þær. Þó fór ég inn í eina leiðina á traktornum og miðað við hvað leiðin þornaði mikið í dag þá ætti að vera hægt að opna nokkrar leiðir 1. maí, en á mánudagskvöld mun

ég senda inn línu varðandi það efni. Í dag (laugardag) var stans laus traffík og var sá fyrsti kominn fyrir kl.8,00 í morgun, en nokkrir voru bara að koma til að skoða nýju jarðýtu VÍK, en aðrir voru bara að viðra sjálfa sig og hundinn (eða var það öfugt).

Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar