Minni á fundinn í kvöld

Rétt að minna áhugafólk um slóða, ferðamennsku og umhverfismál á fundinn í kvöld. Sjá nánari upplýsingar hér til hægri í dálknum "Á döfinni". Á fundinum verður opinberuð ályktun MSÍ um akstur á slóðum, sagt verður frá þróun vélhjólaiðkunarinnar í tveimur nágranna löndum okkar, Rikki ætlar að segja okkur frá Garmin gps-tækjum og mapsource. Rikki veitir fundarmönnum afslátt af tækjum og islandskortinu. Um níuleytið mætis svo Siv Friðleifsdóttir með kaffibrauð handa okkur, og eftir smá spjall við hana verður fjallað um hjólaleiðir og svæði á norðurlandi, austurlandi og hálendinu. Hjörtur ætlar að segja okkur frá NA-horninu þar sem endúró guðinn á heima. Siggi Kári fyrir austan hefur látið okkur hafa upplýsingar um skemmtilega slóða og stöðuna í ferlunarmálum þar eystra og svo hafa KKA-liðar hjálpað okkur með norðurlandið.

Skildu eftir svar