Krakkaæfing í kvöld / Opin æfing frítt fyrir alla

Í kvöld mánudag er opin æfing fyrir þá sem hafa ekki æft með okkur í sumar, allir velkomnir  að koma og prófa. Við komum til með að halda áfram að þjálfa mánaðarlega fram til jóla og þá kemur líklega 2 vikna jólafrí en höldum svo áfram strax í janúar. Verið er að reyna ná samkomulagi við Reiðhöllina um að halda inniæfingar í vetur einsog var síðasta vetur.

Við reiknum með að geta kynnt vetrar dagskrá um miðjan september, við viljum auðvita reyna fá sem flesta krakka til þess að koma og æfa með okkur Motocross. Við viljum bæta unga fólkið okkar stefna hátt og ná framförum. Allir þessir krakkar eiga eftir að ná langt ef þeir hafa áhuga á að stunda æfingar og hver veit nema að við eigum eftir að eiga ökumann í heimsmeistarakeppnini eftir nokkur ár.

Næstkomandi sunnudag er styrktarkeppni Íslenska landsliðsins sem fer á Motocross of Nations í Álfsnesi. Gaman væri að halda púkakeppni á svæðinu uppúr kl 12 og væri keppnisgjald 1.500.- sem færi beint til landsliðsins. Okkur vantar öfluga foreldra til þess að taka þetta að sér að halda utan um og sjá um keppnina. Þeir sem hafa áhuga að hjálpa til og halda krakkakeppnina geta haft samband við Gulla í s: 661-0958 / Þetta næst ekki nema við hjálpumst öll að 🙂

2 hugrenningar um “Krakkaæfing í kvöld / Opin æfing frítt fyrir alla”

  1. kallast sonur minn púki ??? hann er 4 ára og er á piwi 50 má hann keppa með hjálpardekkjum 🙂

Skildu eftir svar