SANDKEPPNI – PRJÓNKEPPNI. ÞORIR ÞÚ !!!

… EÐA ERTU BÚINN AÐ LEGGJA HJÓLINU?
Laugardaginn 21.10.2006 mun VÍK standa fyrir æfingakeppni á Langasandi, Akranesi. Stefnt er að því að gera þessa keppni að árlegum viðburði á keppnisskrá VÍK.  Einnig verður Prjónkeppni í upphafi keppni  fyrir þá sem telja sig vera góða á afturdekkinu.
Áhorfendastæðin eru algjörlega einstök, keppnin innanbæjar og brautin verður þannig útbúin að fyrir þá sem telja sig vera í “ofurmannaflokknum” verða gerðir útúrdúrar með erfiðum þrautum, dekkjum – símastaurum –

olíutunnum og jafnvel fleira sem gerir brautina erfiðari yfirferðar.
Þessi keppni ætti að geta verið virkilega skemmtileg og erfið þar sem hún fer öll fram á sandi, eins og allir vita þá verður sandurinn alltaf erfiðari eftir því sem hann er oftar ekinn.  Keppnin er háð sjávarföllum þannig að tíminn sem við höfum á sandinum er takmarkaður og verðum við þess vegna að hafa einungis tvo flokka.  Brautin verður höfð það breið að ekki verða vandamál við framúrakstur. 

Innifalið í keppnisgjaldi er einn miði í Hvalfjarðargöngin sem afhendist við skoðun á hjóli þ.e á keppnisstað.

Það kostar 1000kr. í prjónkeppnina fyrir þá sem EKKI eru skráðir í hina keppnina.

ATH KEPPNIN  Á AÐ HENTA ÖLLUM ÖKUMÖNNUM EKKI BARA ÞEIM BESTU.
EF VEL TEKST TIL NÚNA ER ALDREI AÐ VITA NEMA AÐ HÆGT SÉ AÐ FÁ AÐ ENDURTAKA ÞESSA KEPPNI AFTUR Í MARS – APRÍL.

DAGSKRÁ FYRIR KEPPNI  Á LANGASANDI,  AKRANESI ÞANN 21.10.2006

Farandsbikarmót!!!!!!!!!!!!!!!!!  

Þar sem mótið er háð flóði og fjöru er ekki möguleiki á að vera með kvennaflokk og 85 flokk sérstaklega. Háfjara er kl 12:00

Skráningu lýkur þann 20.10.2006.  KL.24:00.

 

         KL: 10:00                 Mæting  og skoðun: Hjól verða að vera skráð og   

                                                                      tryggð. Engar undanþágur gefnar á því. Þetta mót

                                                                      er innanbæjar.

     

                                     KL: 11:00                   Keppni um að keyra sem lengst á afturhjóli:

                                                                      PRJÓNKEPPNI. 

                                               

                KL: 12:00                 Flokkur 1: 85cc 125cc og 250cc 4t,   kvennaflokkur og  Óvanir. ( B flokkur ) ath keppnisstjórn getur fært keppendur milli flokka ef talið er þurfa vegna getu. Keyrt í 30 mín (nánar ákveðið síðar.) Sama erfiðleikastig alla brautina.

       

        KL: 13:00                Flokkur 2: 125cc, 250cc 4t, 250cc og stærri. 

                                         Keyrt í 40 mín.

Lagðar verða þrautir sem menn geta valið um þ.e: fyrir ofurmennin verður reynt að útbúa erfiða leið sem þó styttir fyrir þeim leiðina, td símastaurar og dekk, og fyrir hina sem ekki leggja í erfiðari kaflann þá verður lengri leið með auðveldari þrautum.

            KL: 14:30               ÚRSLITAKEPPNI 10 bestu úr Flokki 1. og

10 bestu úr Flokki 2. 15 mín. Hraða keppni,  erfiði 

 kaflinn tekinn út. (EF TÍMI VINNST TIL VEGNA SJÓSTÖÐU)

    KL: 15:15                Úrslit í Prjónkeppni 3 bestu.

     

FYRIR ÞÁ SEM TELJA SIG YFIR MEÐALLAGI Í HJÓLAGETU ÞÁ ER MÆLT MEÐ ÞVÍ AÐ ÞEIR SKRÁI SIG Í FLOKK 2.

Nánari upplýsingar má fá með því að senda spurningar á olafur@bernhard.is 

 

 

 

 

 

 

 

Skildu eftir svar