1.umferð Enduro

Ákvað að skella mér í fyrstu umferðina í enduroinu sem fór fram á laugardaginn. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að vera með að gamni, og til að sækja mér smá úthald þar sem formið er ennþá hálf slappt eftir viðbeinsbrotið. Ég skellti gömlum dekkjum og mús á felgurnar og mætti á línu. Ég náði ágætist starti og kom þriðji útúr fyrstu beygju og fljótlega var ég orðin annar á eftir  Kára og hóf að elta hann inneftir í Jósepsdalinn.

Ég náði að elta hann nokkra metra, en þegar við komum að fyrstu grjótbrekkunni sem lá yfir hálsinn og inní jósepsdal, stallaði ég hjólinu sá Kára hverfa yfir hæðina. Hjólið fór reyndar í gang eftir eitt kick en þegar ég var að klöngrast af stað aftur hringsnéri ég hjólinu og varð að fara niður aftur og byrja uppá nýtt. Þá sá ég að Valdi var að nálgast, en ég náði þó að halda öðru sætinu. Ég komst loks yfir hæðina og sá Kára vera að dunda sér við að stinga okkur hina af. Ég stallaði svo hjólinu tvisvar eftir það á meðan ég var að átta mig á gíringunni í bröltinu, komst svo að því á hring tvö að ég varð bara að vera í fyrsta gír í þrengstu köflunum.

Ég var búin að reikna það út að ég þyrfti að koma inní bensín þegar keppnin væri hálfnuð, eða í kringum 1 klukkutíma og kortér. Þegar ég kom inn á þriðja hring var ég búin að keyra í klukkutíma og 3 mínútur og þar sem hringurinn var um 20 mínútur hélt ég að ég myndi sleppa einn hring enn. Það var hinsvegar ekki og ég varð bensínlaus lengst inní Jósepsdal. Þar sem það má ekki fylla bensín á hjólið nema á pittsvæði, fékk ég bara lánað bensín hjá áhorfanda og druslaðist svo inní pitt og horfði á restina af keppninni.

Ég var þokkalega sáttur með árángurinn þó þetta hafi verið mjög svekkjandi. Ég held ég skelli mér bara í næstu umferð og setji jafnvel almennilegt dekk undir hjólið, þar sem ég var oftar nær dauða en lífi á flest öllum köflum brautarinnar nema í sandinum.

Fínt afturdekk

Fleiri myndir inná www.mxs.is

Skildu eftir svar