Kaldidalur – skýrsla

Vefnum var að berast stutt skýrsla frá Petri Gunnarssyni.

Ég fór Kaldadalinn í gær og var færið fínt fyrir ískross-dekk.  Frostföl á syðri helming og smá snjór á nyðri helming.  Ég hélt mig mikið til í hjólförum jeppa-manna á veginum, sem var „challenge“ út af fyrir sig að reyna að fylgja öllum hlykkjunum.  Ég athugaði líka tjarnir á Uxahryggjum (við Lundareykjadals-afleggjara) og þar vantar bara herslumuninn að ís verði vel hjól-heldur. Svo líklega ætti frost í vikunni að redda málinu.  Kveðja, Pétur.

Skildu eftir svar