Opinn stjórnarfundur um slóðamál

Jakob Þór Guðbjartsson verður með kynningu á mánudaginn 24. apríl nk. fyrir stjórn og nefndir VÍK og aðra áhugasama um ráðstefnuna sem hann sótti f.h. VÍK til samtakanna NOHVCC (The National Off-Highway Vehicle Conservation Council) í Alabama í mars sl. Kynningin verður haldin í ÍSÍ húsinu kl. 20.00 í C-sal. Í lokin getum við svo rætt hvaða stefnu VÍK  tekur í þessum málum.

Jakob ætlar að fara ítarlega í gegnum helstu atriðin sem fram komu á ráðstefnunni og hvað við getum lært af þessum samtökum. Miðað við það sem ég hef séð þá er það engin spurning að þarna er gríðarleg þekking sem við getum nýtt okkur í baráttunni og allri skipulagningu í svæðamálum. Kv. formaður


Skildu eftir svar