Frábært veður í dag – Bolaöldubrautin opin í kvöld frá kl. 18

Garðar var að hafa samband og vill opna brautina í kvöld kl. 18. Um síðustu helgi var unnið lítillega í henni og hún ætti því að vera orðin klár í opnun í dag. Um helgina er spáð frosti og meiri vindi þannig að besti sénsinn sem við eigum er í kvöld. Þeir sem geta mætt kl. 16 og aðstoðað við að laga til á svæðinu og grjóthreinsa, keyra frítt eftir kl. 18 – bara að melda sig við Garðar um leið og þið komið. Miðarnir fást í Olís og kaffistofunni – góða skemmtun.