BOLAÖLDUBRAUT – BIKAR – KEPPNI – HELGIN

Eins og“ örfáir“ vita þá efum við með bikar-sprett-keppni í kvöld og þar af leiðandi er brautin LOKUÐ öðrum en keppendum.  Brautin er síðan lokuð frá og með morgundeginum 19.08.15 kl 18:00 Fram yfir keppni.

En við skulum ekki gleyma okkur. Það þarf að líka að skrá sig í keppnina sem er á LAUGARDAG og það fyrir kl 10 í kvöld. Þannig ef þú ert að taka þátt í kvöld, þá er eins gott fyrir þig að klára skráningu NÚNA.

Ef þið hafið algjörlega gleymt hvar og hvernig á að skrá sig þá er tengill HÉR.

PS: Eitt „smá“ atriði við viljum minnast á sem kemur okkur alltaf jafn mikið á óvart. Það eru  miðamálin, enn og aftur eru aðilar teknir miðalausir í brautum. Ekki vitum við hvernig fólk telur að rekstur á aðstöðu eins og við höfum í Bolaöldu er fjármögnuð. Tala nú ekki um alla vinnu og tækjakaup sem við þurfum að leggja peninga í. Þó að við séum svo heppin að hafa OFUR-VÍK-VERJA innan okkar raða, sem gefa sína vinnu og frítíma, þá gengur dæmið ekki upp án peninga. Hafið miðamálin á hreinu, þið sem gerið það ekki ættuð að skammast ykkar.  

Stjórn VÍK

Bolaalda 1.6

 

Skildu eftir svar